Fulltrúi Bítlaalþýðunnar sniðgenginn

Dr. Gunni minn, þú ert ekki bara einn sem situr í súpunni. Ég hélt svona einhverra hluta vegna að það væri bara sjálfsagt mál að mér yrði boðið, þar sem ég stofnaði Bítlaklúbbinn á Íslandi í janúar 1996 og eru mörg hundruð meðlimir í klúbbnum. Að ég væri allavega fulltrúi Bítlaklúbbsins og þá um leið fulltrúi Bítlaalþýðunnar á Íslandi. Nei, ekki hefur einu sinni verið hringt í mig, þó ég viti og þekki marga sem koma að þessu máli og þeir vita mæta vel hver ég er. En í staðinn eru þarna fólk sem hefur ekki hundsvit á hvað er að fara þarna fram og hafa engan áhuga á málefninu eða nokkru sem viðkemur Bítlunum eða John Lennon. Ég vil taka það fram að þarna er fólk sem er svoleiðis en alls ekki allir. Þetta er stór stund fyrir okkur Bítlaaðdáendurna og áttakanlegt að sjá hvernig við erum sniðgengin. Já, ég lét þann draum loksins rætast í sumar að fara til New York og vera fyrir utan Dakota-bygginguna, ég var búin að vera tæp 27 ár á leiðinni. Þetta var stór stund fyrir mig og eyddi ég þar nokkrum klukkutímum. Vonaðist ég til að hitta Yoko og spurðist fyrir sem blaðamaður frá Íslandi hvort hægt væri að ná spjalli við hana út af þessum atburði á Íslandi. Yoko veit alveg hver ég er, ég hef hitt hana tvisvar. Nú, svo er ég ritstjóri Miðbæjarpóstsins og þessi atburður tengist algjörlega miðbænum. En það er ennþá möguleiki að hafa samband við okkur í síma 699-7764 eða á netfangið eikie@mi.is
mbl.is Dr. Gunni fékk ekki boðskort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, það er forkostulegt að fólk sem sannarlega vill ekkert með John Lennon, hans boðskap og hugsjónir hafa, skuli ætla að klöngrast út í Viðey þegar minnismerki um John verður vígt. Þarna verður eflaust fólk, sem ekki einungis vill ekkert hugsjónir Lennons gera, heldur er algjörlega á móti þeim. En það er gaman fyrir auðvirðilega og hræsnisfulla einstaklinga, að vera á stjái þegar frægt fólk er á næstu grösum. En eitt er víst: þetta hyski mun verða fjarverandi, þegar og ef bylting í anda Johns Lennons kemst á dagskrá.

Jóhannes Ragnarsson, 5.10.2007 kl. 11:23

2 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Mér er spurn. Hvað kemur einhvað risavasaljós úti í Viðey, heimsfriði við ?

Ekki skil ég það að eyða +100 milljónum í þessa "friðarsúlu" komi til með að hjálpa nokkurn skapaðan hlut við að stuðla að heimsfriði. Þetta er ekkert nema menningaruppaflipp og flottræfilsháttur. Fullt af fólki sem hefði getað notað þessa peninga til miklu gáfulegri hluta.

Ívar Jón Arnarson, 5.10.2007 kl. 14:23

3 identicon

Sammála Ívar, finnst þetta vasaljós kjánaleg hugmynd og mun verða sjónmengun af í mínum augum.

Hinsvegar finnst mér að fyrst það á, á að borð að vígja þetta kerti þá eigi að bjóða fólki sem hefur eitthvað að gera þarna. Ekki bara safna saman þotuliði og elítu Íslands til að tipla um ána á spariskónum. Þau geta bara verið heima hjá sér að glápa á 100" sjónvarpið sitt.

Dídí (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 15:05

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Veistu að hér kemur fram einmitt það sem ég hef svo oft velt fyrir mér. Hér áður fyrr dreymdi mig um að Paul McCartney kæmi til Íslands og héldi þar tónleika. En svo þegar ég fór að hugsa málin betur datt mér einmitt þetta nákvæmlega sama í hug. Að ef hann kæmi yrði haldið partý honum til heiðurs og elítunni á Íslandi yrði boðið en ekki þeim sem væru eiginlegir aðdáendur. Þarna yrði kannski eitthvað lið sem hefði engann áhuga á honum eða tónlistinni hans en af því að það væri 'einhver' væri því boðið. Svo ég ákvað að það væri best ef hann kæmi ekkert og ég þyrfti ekki að spælast. Síðan hef ég séð hann tvisvar á tónleikum, bæði í Kanada og í Bandaríkjunum og kannski voru haldin partý (þót flaug hann burt beint eftir tónleikana í TOronto) en alla vega þurfti ég ekki að heyra af því.

Finnst að þú sem formaður klúbbsins ættir einmitt að vera þarna sem fulltrúi Bítlaaðdáanda. Þá vissum við alla veg um einn sannan Bítlaaðdáanda.

Ég hitti þig annars fyrir mörgum árum, þegar þú varst nýbúinn að stofna klúbbinn. Var í honum áður en ég flutti úr landinu. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.10.2007 kl. 16:45

5 identicon

Þetta er náttla skandall Eiki!! Ef Mc Cartney myndi frétta af þessu...Þú sem ert alltaf í bítlatískunni og allt !!!

mums (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Einarsson

Höfundur

Eiríkur Einarsson
Eiríkur Einarsson
Stofnandi og formaður Bítlaklúbbsins á Íslandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 28

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband