Fulltrúi Bítlaalþýðunnar sniðgenginn

Dr. Gunni minn, þú ert ekki bara einn sem situr í súpunni. Ég hélt svona einhverra hluta vegna að það væri bara sjálfsagt mál að mér yrði boðið, þar sem ég stofnaði Bítlaklúbbinn á Íslandi í janúar 1996 og eru mörg hundruð meðlimir í klúbbnum. Að ég væri allavega fulltrúi Bítlaklúbbsins og þá um leið fulltrúi Bítlaalþýðunnar á Íslandi. Nei, ekki hefur einu sinni verið hringt í mig, þó ég viti og þekki marga sem koma að þessu máli og þeir vita mæta vel hver ég er. En í staðinn eru þarna fólk sem hefur ekki hundsvit á hvað er að fara þarna fram og hafa engan áhuga á málefninu eða nokkru sem viðkemur Bítlunum eða John Lennon. Ég vil taka það fram að þarna er fólk sem er svoleiðis en alls ekki allir. Þetta er stór stund fyrir okkur Bítlaaðdáendurna og áttakanlegt að sjá hvernig við erum sniðgengin. Já, ég lét þann draum loksins rætast í sumar að fara til New York og vera fyrir utan Dakota-bygginguna, ég var búin að vera tæp 27 ár á leiðinni. Þetta var stór stund fyrir mig og eyddi ég þar nokkrum klukkutímum. Vonaðist ég til að hitta Yoko og spurðist fyrir sem blaðamaður frá Íslandi hvort hægt væri að ná spjalli við hana út af þessum atburði á Íslandi. Yoko veit alveg hver ég er, ég hef hitt hana tvisvar. Nú, svo er ég ritstjóri Miðbæjarpóstsins og þessi atburður tengist algjörlega miðbænum. En það er ennþá möguleiki að hafa samband við okkur í síma 699-7764 eða á netfangið eikie@mi.is
mbl.is Dr. Gunni fékk ekki boðskort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Eiríkur Einarsson

Höfundur

Eiríkur Einarsson
Eiríkur Einarsson
Stofnandi og formaður Bítlaklúbbsins á Íslandi
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband